137. löggjafarþing — 38. fundur,  10. júlí 2009.

breytingartillaga og umræða um ESB.

[12:04]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég er ekki viss um að ég geti tekið undir þakkir til hæstv. forseta þó að hún breyti sinni fáránlegu ákvörðun að lengja ekki ræðutímann. Það er fullkomlega eðlilegt að hafa hér tvöfaldan ræðutíma og ég held að við eigum ekki að fagna því neitt sérstaklega þegar menn feta eðlilega braut þegar þeir voru á rangri. En gott og vel.

Mig langar að beina þeirri spurningu til annarra þingmanna, hv. þingmanna Vinstri grænna: Hafa fleiri þingmenn verið kúgaðir til að taka afstöðu í þessu máli? Voru þingmenn kúgaðir til að taka málið út úr nefnd, leiða það fyrir aftökusveitina? Þetta verða aðrir þingmenn að upplýsa hér. (Forseti hringir.) Ég sé að þingmönnum Samfylkingarinnar er skemmt og það er sorglegt, þetta er sorgardagur á Alþingi.