137. löggjafarþing — 46. fundur,  23. júlí 2009.

umræður um fundarstjórn.

[11:35]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Mér finnst þetta skipta verulegu máli og mér finnst skipta máli að umræður um þessi atriði eigi sér stað í þingsal. Það er ágætt að forseti og formenn þingflokka ræði saman og nauðsynlegt að það sé gert reglulega og þar sé farið yfir ágreiningsmál sem um þetta eru. Nú berast mér þær fréttir af þessum fundi hæstv. forseta með þingflokksformönnum að þar hafi verið mjög skiptar skoðanir og mér finnst ósköp eðlilegt að þingmenn fái tækifæri til að ræða þetta vegna þess að hér voru atriði sem voru vissulega umdeild, varðandi fundarstjórn forseta og túlkun forseta á því hvað heyrði þar undir. Slík ágreiningsmál hafa komið upp áður og virðast þar af leiðandi vera óleyst. En ég held að ágætt sé að við hugum að því hvort ekki sé hægt að gera hlé á þingfundi þangað til hæstv. forseti Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir getur komið hingað.