137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[12:29]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég lít svo á að það sem segir í þessari breytingartillögu standi og gildi, verði hún samþykkt. Það þýðir að ef greiðslubyrðin verður meiri en þessu hámarki nemur, sem efnahagslegu viðmiðin gera ráð fyrir, eigi að taka upp viðræður við samningsaðila okkar um áhrif þess á samningana og skuldbindingar tryggingarsjóðsins. Innifalið í því er að sjálfsögðu hvernig á að fara með þær eftirstöðvar. Er þeim dreift á önnur ár eða færast þær aftur fyrir og hvað verður þá um ríkisábyrgðina? Því að eins og kom fram í máli hv. formanns fjárlaganefndar er ríkisábyrgðin í raun og veru bara á þessu tímabili. Ef þær fara aftur fyrir það verður Alþingi að taka á því hvort það vill framlengja ríkisábyrgðina eða einfaldlega fella hana niður eins og í raun og veru er lagt upp með því að tímabilið (Forseti hringir.) er óumdeilanlega til ársins 2024.