137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[21:58]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég talaði ekki um sjö ára skjól, ég talaði um sjö ára greiðslufrest og er með þeim orðum að vitna beint í samninginn sjálfan. Þessi hætta sem þingmaðurinn gerir að umtalsefni um gjaldfall án tímasetningar er auðvitað hætta sem við hugsanlega stöndum frammi fyrir. Sérfræðingar hafa reiknað það út að við eigum ekki að vera í hættu, greiðsluþol þjóðarinnar muni hafa þanþol fyrir þennan samning, og í trausti þess legg ég blessun mína yfir þá fyrirvara sem hér eru lagðir til.