137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[23:31]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég fjallaði í ræðu minni um aðdraganda Icesave-málsins sem er mjög alvarlegt. Allur aðdragandi þessa máls er mjög alvarlegur (Gripið fram í.) og sakir þess aðdraganda sitjum við uppi með Icesave-málið. Sá er kjarni málsins.

Ég vil hins vegar segja við hv. þm. Höskuld Þórhallsson: Ég sagði aldrei að íslenska þjóðin ætti að skammast sín, ég sagði: Íslenska þjóðin skammast sín. Þar á er stór greinarmunur.