138. löggjafarþing — 30. fundur,  24. nóv. 2009.

viðvera ráðherra.

[14:50]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F):

Frú forseti. Ég vil taka undir með þeim sem hér hafa talað og benda á að það mál sem er til umræðu á eftir var afgreitt út úr viðskiptanefnd og fjárlaganefnd þingsins í fullkomnu ósætti. Það var nær ekkert búið að vinna í því að fá fleiri aðila til að koma á fund nefndarinnar þannig að ég held að best væri fyrir okkur öll að klára umræðuna á vettvangi fjárlaganefndar í stað þess að tala hér um þær staðreyndir sem við viljum leggja fram á vettvangi nefndarinnar og hverja við viljum kalla á fundi nefndarinnar. Í stað þess að eyða hér heilu dögunum og nóttunum í að þvarga um það að leiða málið til lykta með sanngjörnum hætti í þeim nefndum sem ég nefndi áðan og ég hvet því hæstv. forseta til að fresta þessari umræðu og vísa málinu til nefndanna svo að við getum haldið áfram að vinna að nauðsynlegum verkefnum í þágu þjóðarinnar á þingi vegna þess að lítill tími er til stefnu.