138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:32]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég ætlaði að athuga hvort það væri möguleiki að fá upplýsingar um það hvenær þingflokksformannafundur verður haldinn. Það stóð til að halda þingflokksformannafund í kvöld. Mér þætti vænt um að fá að vita hvenær það verður og þá væntanlega á að skýrast hvenær við ljúkum þessum fundi í nótt. Ég ætla jafnframt að fara fram á það að fundum í fyrramálið í nefndum verði frestað ef við eigum að vera hér til klukkan átta í fyrramálið. Og í ofanálag þætti mér afskaplega vænt um ef þingmenn t.d. Vinstri grænna, þar sem aðeins einn þingmaður Vinstri grænna er hérna, mundu sjá sóma sinn í því að koma hingað og taka þátt í þessu og hlusta á ræðuna mína hér á eftir.