138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:48]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Hæstv. félagsmálaráðherra segir að hér sé málþóf. Ég mótmæli því eindregið. Í hverri einustu ræðu kemst ég ekki yfir það efni sem ég ætla að flytja, því miður. Ég sé fram á það að í næstu ræðu, þar sem ég er næstur á mælendaskrá, komist ég heldur ekki yfir efnið. Þegar og ef ég skyldi fara í málþóf skal ég tilkynna það.

Hæstv. forsætisráðherra hélt einu sinni 10 tíma ræðu til að bjarga Húsnæðisstofnun frá því að vera breytt í Íbúðalánasjóð. Það var málþóf, það var ekta málþóf. Hæstv. fjármálaráðherra þekkir líka mörg dæmi um málþóf. Hv. þm. Ögmundur Jónasson er alger snillingur í málþófi. En þegar ég byrja málþóf, til að bjarga þjóðinni frá þessu máli, skal ég segja ykkur það, frú forseti.