138. löggjafarþing — 40. fundur,  7. des. 2009.

einkaframkvæmdir í vegagerð og veggjöld.

[12:28]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra þau svör sem hann gaf og ég fagna því að tekist hafi samkomulag eða verið tekið skref í rétta átt varðandi samgöngumiðstöð við Reykjavíkurflugvöll sem ég tel mjög mikilvæga. Ég vil þá biðja ráðherrann um að greina frá því hvernig rekstrarfyrirkomulag sé fyrirhugað á þeirri samgöngumiðstöð.

Ráðherrann nefndi í síðustu viku í ræðu í þinginu að einkaframkvæmdir væru fyrirhugaðar á næsta ári til viðbótar við þá 10 milljarða sem ætlaðir eru til samgönguframkvæmda á fjárlögum. Hann svaraði því ekki hvenær fyrstu útboð og framkvæmdir hefjist þannig að ég ítreka þá spurningu mína. Hann svaraði því ekki hvaða rekstrarfyrirkomulag eigi að hafa varðandi þetta. Ég ítreka einnig spurningu mína um hvort hann hugsi framkvæmdir við Suðurlandsveg og Vaðlaheiðargöng sem þær framkvæmdir sem fara í mögulega gjaldtöku og veggjald.