138. löggjafarþing — 41. fundur,  8. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[14:24]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf):

Virðulegi forseti. Fyrir 12 mánuðum síðan sögðu forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins: Já, við þurfum að axla ábyrgð á skuldbindingum tryggingarsjóðsins, já, við þurfum að fara samningaleiðina í þessu máli, finna pólitíska lausn. Þarna fór fram kalt hagsmunamat því að þeir sáu, rétt eins og ég geri nú, að forsenda endurreisnar atvinnulífsins er að leiða þetta mál til lykta og það þarf að gerast í sátt við alþjóðasamfélagið.

Á sínum tíma öxluðu menn ábyrgð, fyrrverandi seðlabankastjóri, fyrrverandi fjármálaráðherra og fyrrverandi forsætisráðherra. Þarna voru greinilega menn sem höfðu bein til að taka réttar en erfiðar ákvarðanir. Ég geri slíkt hið sama og segi já.