138. löggjafarþing — 43. fundur,  14. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[21:28]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Á mánudaginn í síðustu viku gerðu stjórn og stjórnarandstaða með sér samkomulag um meðferð á Icesave-málinu svokallaða, þ.e. liðum sem standa þar út af. Á föstudaginn var beiðni send til umsagnaraðila og þeir beðnir um að mæta fyrir nefndina og fjalla um álitamál. Þeir höfðu tæpan sólarhring til þess að koma með umsögn og síðan var tveggja tíma umræða á laugardaginn.

Nú liggur fyrir að atriði úr samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu frá því á mánudaginn í síðustu viku verða ekki efnd vegna þess að rífa á málið úr nefnd. Það sem mig langar til að spyrja hæstv. forseta um er: Mun forseti beita sér fyrir því að samkomulagið sem stjórn og stjórnarandstaða gerðu hér í seinustu viku um Icesave-málið verði efnt?