138. löggjafarþing — 48. fundur,  16. des. 2009.

fundarstjórn.

[20:08]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég tek undir óskir hv. þingmanna sem fara fram á það að fundinn verði flötur á því hvort menn geti unnið þetta með þeim hætti að sómi sé að eða hvort menn ætli að halda sig við þau vinnubrögð sem viðhöfð voru í hv. viðskiptanefnd fyrir nokkrum mínútum síðan. Það er ekki einu sinni búið að ræða í hv. viðskiptanefnd hvert erindið er því að um það var ekki samkomulag milli aðila í fjárlaganefnd, sá aðili í hv. fjárlaganefnd sem sendi bréfið var hv. formaður sem gerði það án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna. Við komumst ekki einu sinni í að útkljá það mál frekar en að útkljá hvernig við vildum svara þó þeim beiðnum sem komu fram í bréfi formanns hv. fjárlaganefndar.