138. löggjafarþing — 49. fundur,  17. des. 2009.

tekjuskattur.

81. mál
[16:35]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):

Frú forseti. Ég fagna þeirri samstöðu sem þegar er farin að birtast í salnum um þetta mál og væntanlega það næsta sem á eftir kemur. Ég vek athygli á því að tillögur af þessu tagi hafa verið uppi og oft ræddar á þinginu í mörg undanfarin ár. Flest nágrannalöndin hafa fyrir allmörgum árum, jafnvel áratugum, gripið til hliðstæðra ráðstafana. Af einhverjum ástæðum, sem erfitt er að skilja miðað við ræðuhöldin í dag, hafa þó ríkisstjórnir undangenginna ára á Íslandi ekki séð ástæðu til að gera neitt í málinu en nú er það sem sagt gert. (Gripið fram í.)