138. löggjafarþing — 53. fundur,  19. des. 2009.

greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

228. mál
[11:20]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Starfsemi Lánasjóðs sveitarfélaga er leyfisskyld og eftirlitsgjaldið ákvarðast af leyfisskyldunni. Þetta er bagalegt í þessu tilfelli þar sem aukinn kostnaður við eftirlit með lánasjóðnum mun lenda beint á viðskiptavininum, þ.e. sveitarfélögunum í landinu, og hækka fjármögnunarkostnað þeirra. Ég vil því þrátt fyrir að ég sé fylgjandi frumvarpinu beina því til hæstv. ríkisstjórnar að hún bæti Lánasjóði sveitarfélaga einhvern veginn upp þessa ósanngjörnu hækkun á eftirlitsgjaldi sem frumvarpið felur í sér.