138. löggjafarþing — 55. fundur,  19. des. 2009.

tekjuöflun ríkisins.

256. mál
[22:20]
Horfa

Anna Pála Sverrisdóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það er gott að hv. þm. Birkir Jón Jónsson hefur náð jólabaðinu nú þegar, en það er margt í ræðu hans sem ég vildi ræða um. Það sem mig langar kannski mest að byrja á er skattlagning hjóna af því að hann spurði um hana. Ef þróun ójafnaðar í tekjum einstaklinga og svo fjölskyldna eða hjóna, samskattaðra aðila, er skoðuð á árunum 1995–2007 þegar flokkur hv. þingmanns var í ríkisstjórn fer einstaklingur úr stuðlinum 0,34 upp í 0,4 en ráðstöfunartekjur og bætur hjóna eftir skatta fara úr 0,21 upp í 0,42, þ.e. ójöfnuður á þessum viðurkennda mælikvarða jókst um 100%. Hvað finnst honum um þetta? (Forseti hringir.)

Af því að rætt var um námsmenn vil ég minna á að kjörum þeirra var haldið niðri í gervigóðæri Framsóknar- (Forseti hringir.) og Sjálfstæðisflokks en þessi ríkisstjórn hefur séð sér fært að hækka (Forseti hringir.) myndarlega grunnframfærslu námsmanna.