138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[09:16]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Hér kemur til atkvæða tillaga sjálfstæðismanna um að skattleggja séreignarlífeyrissparnaðinn. Við framsóknarmenn erum afar jákvæðir út í þá breytingartillögu. Við viljum hins vegar ekki ganga eins langt og sjálfstæðismenn sem vilja engar hækkanir í núverandi skattkerfi. Við höfum gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að búa til flókið kerfi úr annars afar einföldu kerfi. Það hefði verið hægt að fara á miklu skynsamlegri hátt í skattbreytingar og nauðsynlegar skattahækkanir. Við framsóknarmenn munum því sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu og ég ítreka að við hefðum viljað fara blandaða og skynsamlegri leið í þessu máli.