138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[10:21]
Horfa

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Við greiðum atkvæði um tillögur meiri hlutans um skiptingu hjúkrunarrýma sem fara þá aftur til heilbrigðisráðuneytisins. Þetta eru engin hrossakaup, það er ákveðin forsenda fyrir þessari skiptingu. Meðan forsendnanna er að forstöðumenn stofnana þurfa aldrei að skipta við nema eitt ráðuneyti. Stofnanir sem eru að grunni til heilbrigðisstofnanir eins og þær eru sem við erum að greiða atkvæði um verða áfram hjá heilbrigðisráðuneyti en sérstakir samningar verða áfram hjá heilbrigðisráðuneytinu eins og hér er fjallað um líka. Þar sem um er að ræða stofnanir og/eða sveitarfélög sem eru í samningaviðræðum við félagsmálaráðuneytið verða þau hjá félagsmálaráðuneytinu og stofnanir eins og Holtsbúð og Seljahlíð sem eru að þróast í átt að fjölbreyttari úrræðum verða hjá félagsmálaráðuneytinu og stofnanir með sérsamninga við heilbrigðisráðuneytið með sérstakar hjúkrunar- eða heilbrigðisþjónustu verða (Forseti hringir.) hjá heilbrigðisráðuneytinu þannig að forsendurnar eru skýrar.