138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:36]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Frú forseti. Hér hefur hæstv. forsætisráðherra sagt í kvöld úr þessum ræðustól að ekki verði lengra komist. Sömu orð féllu hér í sumar, að ekki yrði lengra komist. Samt er síðan búið að gera a.m.k. tvo samninga og leggja fyrir þingið. „Ekki verður lengra komist.“

Þannig er, frú forseti, að það verður einmitt lengra komist. Það er hægt að gera betri samning. Við höfum séð merki þess hér síðustu daga. Þess vegna styð ég það að þessu máli verði vísað frá því að ég tel, frú forseti, að enn sé hægt að ná betri niðurstöðu — því að það verður lengra komist. Ég tek ekki undir þá uppgjöf sem kom fram í ræðu hæstv. forsætisráðherra. (Forseti hringir.) Ég segi já við þessari tillögu, frú forseti.