138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:39]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég hef trú á framtíð íslensku þjóðarinnar. Ég hef trú á þeim þingmönnum sem sitja hér í þessum sal. Það er ekki of seint að snúa vörn í sókn í þessu máli og snúa af þeirri villu sem vinstri stjórnin er búin að koma þessu máli öllu saman í. Það er ekki gæfulegt, frú forseti, að bóndinn á bænum sé svo blindaður af hatri á fyrri búráðendum að hann sjáist ekki fyrir og reiti matjurtirnar upp með arfanum. Það er ekki vænlegt til árangurs. Við skulum í staðinn snúa bökum saman, snúum vörn í sókn, sjáum tækifærin og sækjum fram. Ég segi já.