138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:11]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Ég hef ekki tölu á þeim skiptum sem þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa á undanförnum árum og áratugum fellt tillögur annarra flokka um þjóðaratkvæðagreiðslur. [Háreysti í þingsal.] (Gripið fram í: Nú er lag.) (Forseti hringir.)

(Forseti (ÁRJ): Gefa ræðumanni hljóð.)

Ég get nefnt tvö dæmi í fljótu bragði, tillögu Vinstri grænna um þjóðaratkvæði um Kárahnjúkavirkjun, sem ég reyndar studdi ekki, þ.e. þá tillögu. (Gripið fram í.) Síðan var hér nefnd áðan ákvörðun tveggja, og líklega bara eins manns, á Íslandi um að styðja stríð fyrir hvert hundruð þúsunda manna hafa goldið með lífi sínu. (Gripið fram í.)

Hæstv. forseti. Tillaga þessi frá hv. þm. Pétri H. Blöndal (Forseti hringir.) er málflutningur Sjálfstæðisflokksins í þessu máli í hnotskurn. Þetta er hræsni, frú forseti. Ég segi nei. (Gripið fram í.)