138. löggjafarþing — 99. fundur,  24. mars 2010.

bólusetningar og skimanir.

419. mál
[18:58]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég fagna þessari fyrirspurn og viðbrögðum hæstv. ráðherra. Bæði fyrirspyrjandi og ráðherra vísuðu í vinnuhóp sem ég setti á laggirnar á sínum tíma og skilaði niðurstöðu í október 2008. Þar var farið yfir allt sviðið því þetta snýr að mörgum þáttum, bólusetningum og skimunum. Ég lít á þetta sem ákveðinn part í forvörnum þjóðarinnar og þannig litum við á þetta þegar við mótuðum heilsustefnuna sem fleiri hundruð manns komu að því að móta og var sömuleiðis kynnt haustið 2008 en hefur kannski ekki verið mjög áberandi síðan. Þetta er liður í því, þ.e. bólusetningar, skimanir og slíkir hlutir. Þetta er hins vegar ekki einfalt í framkvæmd og það eru uppi ýmis sjónarmið og skoðanir. Þess vegna skiptir máli að fara faglega og vel yfir þetta. Ég veit að hæstv. ráðherra er með góð gögn í höndunum og gott fólk til að vinna eftir þeim (Forseti hringir.) og ég er afskaplega ánægður með þessa umræðu sem hér er í dag, virðulegi forseti.