138. löggjafarþing — 106. fundur,  15. apr. 2010.

störf sérstaks saksóknara og flutningur lögheimila.

[11:11]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Frú forseti. Ég þakka þetta svar hæstv. dómsmála- og mannréttindaráðherra. Það er tvennt í viðbót sem ég vil spyrja hæstv. ráðherra um: Er hún sammála mér um að flutningur lögheimila manna sem hér kunna að koma við sögu muni tefja rannsókn þessa máls og að til þess sé leikurinn gerður? Í annan stað: Hefur sérstakur saksóknari með formlegum hætti óskað eftir frekara umboði, frekari gögnum og frekari tólum til að takast á við slíka rannsókn í ljósi rannsóknarskýrslunnar?