138. löggjafarþing — 113. fundur,  27. apr. 2010.

stefnumótandi byggðaáætlun 2010--2013.

521. mál
[20:44]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það hlaut að koma að því að við yrðum sammála um meginatriði mála, við hv. þm. Ólína Þorvarðardóttir. Ég tek undir skoðun hennar hvaða þætti byggðastefna á að innihalda.

Þá fylgi ég þessu eftir með annarri spurningu: Eru það einhverjar sérstakar tillögur um aðgerðir í byggðamálum sem styðja þessa sameiginlegu sýn okkar að hennar mati? Verða einhverjar sérstakar tillögur sem eru settar fram í því plaggi sem þarna telur eina og hálfa síðu sem eru að mati hv. þingmanns til þess fallnar að ná þessu sameiginlega markmiði?