138. löggjafarþing — 118. fundur,  6. maí 2010.

umferðarlög.

553. mál
[14:11]
Horfa

Árni Johnsen (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er sérkennilegur húmor hjá hæstv. samgönguráðherra að hann skuli hlakka yfir því að samgöngunefnd muni þurfa mikinn og langan tíma til að fjalla um það frumvarp sem hér um ræðir. Það ætti náttúrlega að vera svo vel úr garði gert að ekki þyrfti mikinn tíma í það. En gott og vel.

Ég vil þó aðeins vekja athygli á ákveðnum atriðum. Hlífðarfatnaður fyrir bifhjólamenn er nokkuð sem verður að ákveða í samráði við bifhjólasamtökin. Bifhjólamenn vita manna best hvaðan á þá stendur veðrið, hvað er hyggilegast, skynsamlegast og hagkvæmast. Ráðherra vill ekki svara varðandi reglugerðina og vísar því í samgöngunefnd og við munum taka það fyrir þar. En það er grundvallaratriði að það sé gert í fullu samráði við það sem er raunhæft frá sjónarhorni bifhjólamanna. [Klappað á þingpöllum.]