138. löggjafarþing — 125. fundur,  18. maí 2010.

vátryggingastarfsemi.

229. mál
[14:24]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Frú forseti. Eins og kom fram áðan er ýmsu enn ósvarað varðandi hvers konar vátryggingamarkað við viljum hafa og hvað það er sem á að falla undir starfsemi vátryggingafélaga. Eitt af því sem framsögumaður 2. minni hluta, hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson, benti á í framsögu sinni var að við erum ekki enn þá búin að svara því fyllilega hvort við erum sammála því að vátryggingafélög reki viðskiptabanka og öfugt. Í þessari grein, 11. gr., erum við að heimila það að vátryggingafélög reki viðskiptabanka eða aðra fjármálastarfsemi í sérstöku félagi enda sé starfsemin háð starfsemi og eftirliti opinberra aðila. Því sit ég hjá við þessa afgreiðslu.