138. löggjafarþing — 134. fundur,  9. júní 2010.

lengd þingfundar.

[11:18]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Frú forseti. Ég vil líka fá að koma hingað upp og segja að ég vil gjarnan halda kvöldfund. Ég óska hins vegar jafnframt eftir því að við förum eftir prentaðri dagskrá þingsins og við greiðum næst atkvæði um heilbrigðisþjónustu, eins og hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson óskaði eftir, og síðan förum við í umræðuna um stjórnlagaþing og það liggi þá fyrir að talað verði um stjórnlagaþingið þangað til við höfum klárað það mál. Ef einhverjar breytingar verða væri ágætt að fá nokkurra klukkutíma fyrirvara um það.