138. löggjafarþing — 167. fundur,  27. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[16:09]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég kynnti mér bréf fyrrverandi utanríkisráðherra vel en í því kristallast kannski þetta álitamál, þ.e. hvort mögulegt sé að ákæra ráðherra fyrir það sem falli utan fagsviðs þeirra eða ekki. Ég er, ásamt mörgum sérfræðingum sem um þetta hafa fjallað, þeirrar skoðunar að þegar kemur að refsiviðmiðunum séum við ekki bundin af stjórnsýsluviðmiðunum. Þess vegna tel ég að það sem skipti mestu máli varðandi mál fyrrverandi utanríkisráðherra sé að hún bjó yfir alvarlegum upplýsingum um stöðu mála og hefði á grundvelli þess átt að bregðast við með virkum hætti.