139. löggjafarþing — 16. fundur,  20. okt. 2010.

fundarstjórn.

[15:08]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Við erum með ákveðna reglu um hvernig við fundum á hv. Alþingi og ég vil beina því til virðulegs forseta að vilji hæstv. ráðherra eiga orðastað við mig sé mér gert kleift að svara. Það liggur alveg fyrir hver stefna þeirrar ríkisstjórnar sem ég var í var varðandi heilbrigðismálin, því er auðvelt að fletta upp. Núverandi ríkisstjórn tók alla vinnuna sem þar var unnin af sérfræðingum og sem var í gangi og henti henni út í hafsauga, (Forseti hringir.) það er nokkuð sem við ræddum áðan. (Forseti hringir.)

Ef hæstv. ráðherra eða einhver annar vill eiga orðaskipti við mig (Forseti hringir.) eru mörg tækifæri til þess og ég hef gaman af því (Forseti hringir.) að spjalla um tíð mína sem heilbrigðisráðherra og mun gera það hvar og hvenær sem er.