139. löggjafarþing — 16. fundur,  20. okt. 2010.

verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og jarðhita.

77. mál
[16:02]
Horfa

iðnaðarráðherra (Katrín Júlíusdóttir) (Sf) (andsvar):

Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir þessa fyrirspurn, þetta er svo sannarlega eitthvað sem vert er að skoða. Ástæðan fyrir því að þetta er ekki inni núna er sú að það hafa ekki verið nein meiri háttar áform uppi í þessa veru, þ.e. að fara í annars konar virkjunarkosti en vatnsfall og jarðvarma, þeir kostir eru einfaldlega mun hagkvæmari en þeir sem hér eru nefndir eins og vindur og sjór og sjávarföll. En ég held að þetta sé mjög góð ábending og ég held að það sé ekkert því til fyrirstöðu að víkka þetta út þannig að þá munu lögin líka standa betur, standast tímans tönn þegar til lengri tíma er litið. Það kemur að því að náttúruauðlindirnar, sem við nýtum í dag, munu hugsanlega ekki nægja okkur og aðrir kostir yrðu þá uppi á borðum. Þá er þetta eitthvað sem við ættum að hafa inni. Ég bara óska eftir því að iðnaðarnefnd skoði þetta með opnum huga.