139. löggjafarþing — 16. fundur,  20. okt. 2010.

þingsköp Alþingis.

43. mál
[18:24]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni svörin. Eins og í mörgu mæltist henni afar vel enda er ég sammála hv. þingmanni hvað það varðar að grundvallarprinsippið á að vera aðskilnaður löggjafar- og framkvæmdarvalds. Við eigum að reyna að ganga eins langt í því og við mögulega getum.

Í framhaldi af umræðunni um kostnað — þetta eru kannski 80, 90, 100 milljónir sem það gæti kostað við núverandi aðstæður að taka inn átta til tíu varamenn. Er þá hv. þingmaður með einhverja tiltekna tölu í huga varðandi það hvað ætti að fækka mikið eða er það bara eitthvað sem við eigum að ræða síðar? Ætti kannski frekar að ræða það í nefndinni, er það hugsunin á bak við?

Ég ítreka enn og aftur að ég fagna framlagningu þessa frumvarps.