139. löggjafarþing — 21. fundur,  5. nóv. 2010.

ráðherraábyrgð.

72. mál
[14:41]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg) (andsvar):

Forseti. Ég veit ekki hvað hv. þm. Pétur H. Blöndal er að andskotast í þessu máli núna sem mér finnst ekki koma frumvarpinu beint við, ég verð nú að segja alveg eins og er. Hann spyr út af hverju ekki hafi verið minnst á ríkisábyrgð vegna Icesave í fjárlögum 2010. Hann las síðan upp svarið við því. Hann beindi reyndar spurningunni til hæstv. fjármálaráðherra og fékk svar við henni, ég veit ekki hvort hann ætlast til að ég svari honum sama svari eða út af hverju hann spyr sömu spurninganna sem hann er svo sannarlega búinn að fá svar við.

Vissulega fjallar frumvarpið um það að ráðherrar segi satt og rétt frá og svari þeim spurningum sem til þeirra er beint. Ég held að hv. þm. Pétur H. Blöndal hafi staðfest það að fjármálaráðherra hafi svarað honum með fullnægjandi hætti, hann bæði bar upp spurninguna og las svarið.