139. löggjafarþing — 31. fundur,  18. nóv. 2010.

svör ráðherra við fyrirspurnum.

[11:28]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Á septemberþinginu samþykkti þingheimur með 63 samhljóða atkvæðum þingsályktunartillögu sem lögð var fram af þingmannanefndinni svokölluðu. Þar kemur fram að það sé brýnt að starfshættir þingsins verði teknir til endurskoðunar. Þar er tekið undir gríðarlega gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Ég tel að miðað við umræðuna og miðað við svör ráðherra við þeim fyrirspurnum sem að þeim er beint, hafi menn einfaldlega ekkert lært. Menn hafa ekki tekið til greina þær ábendingar sem koma fram í þessari ágætu þingsályktunartillögu, menn hafa ekki tekið til greina ábendingar rannsóknarnefndar Alþingis. Hér er allt við það sama, ráðherrar skirrast við að svara spurningum. Jafnframt þarf hæstv. forseti að upplýsa þingheim um það hvernig gengur að fylgja eftir þessari ágætu þingsályktun þar sem m.a. á að taka á þessum málum, (Forseti hringir.) m.a. á að taka á upplýsingarétti stjórnarandstöðunnar og bættum vinnubrögðum innan (Forseti hringir.) ráðuneyta ríkisins.