139. löggjafarþing — 34. fundur,  24. nóv. 2010.

Orkuveita Reykjavíkur.

205. mál
[16:04]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er nú alveg magnað að maður nái ekki að særa neinn upp í andsvar nema meðflokksmenn sína. [Hlátur í þingsal.] Meðflokksmaður minn, Pétur Blöndal, misskildi eitthvað sem ég sagði. Það sem ég sagði var að ef ábyrgðargjaldið væri hærra en sem næmi muninum á ábyrgðinni og markaðsaðstoðinni, þá mundi það hverfa. Ég sagði að það mundi gleðja hv. þingmann. Það er því smámisskilningur á ferðinni en ég held að við séum í prinsippinu alveg sammála. Ég vildi bara benda á að hegðun fyrirtækisins, Orkuveitu Reykjavíkur, í fjárfestingum mun breytast út af hærri kostnaði.

Hv. þm. Pétur Blöndal á annað andsvar þannig að það er spurning hvort við náum einhverjum ágreiningi.