139. löggjafarþing — 41. fundur,  30. nóv. 2010.

fundarstjórn.

[21:00]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Frú forseti. Ég vil ítreka það sem ég sagði áðan um málatilbúnaðinn að taka tvö mál út af dagskrá. Ég hef ekki fengið viðhlítandi svör varðandi það hvers vegna málin voru tekin út af dagskrá. Ég heyrði ekki á máli hv. þm. Ragnheiðar Elínar Árnadóttur hvaða orsakir lágu fyrir því að þessi tvö mál lentu í skotlínunni út af óskyldum málum.

Þingmaðurinn ætti að vita það og ætti að hafa heyrt það frá félögum sínum að í hv. umhverfisnefnd hefur verið full samstaða um þessi mál. Það er ekki nokkur einasta ástæða til þess að taka málin út af dagskránni. Þau koma þeim málum sem hv. þingmenn voru óánægðir með að rædd væru án viðveru ráðherra ekkert við. Ég skil ekki hvað fær menn til þess að vinna svona. Ég ítreka spurningu hv. þm. Álfheiðar Ingadóttur um hvað hv. þm. Birgi Ármannssyni finnist um þennan málatilbúnað.