139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[15:08]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Virðulegi forseti. Hér er verið að fjalla um þessa sígildu safnliði. Það er vel að breyta úthlutunarkerfi þessara mála og ég lagði það til í ræðu minni seint í gærkvöld að þessum málum yrði komið út til héraðanna, út til landshlutasamtakanna. Það á ekki að miðstýra menningunni úr Reykjavík endalaust. (BirgJ: Heyr, heyr.) Það á að koma þessum hlutum til þeirra sem þekkja best til þarfa og þeirra mála sem hér um ræðir.

Gleymum því ekki, kæru þingmenn og frú forseti, að menningin í Reykjavík og á suðvesturhorninu er samvaxin spenanum. [Hlátur í þingsal.]