139. löggjafarþing — 45. fundur,  9. des. 2010.

fjárlög 2011.

1. mál
[15:12]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Forseti. Þetta er eiginlega mesta sjokkið í fjárlagafrumvarpinu. Þegar Varnarmálastofnun var lögð niður var það gert á þeim forsendum að það ætti að spara og hagræða, en það er nánast enginn sparnaður og hagræðingin er nánast engin vegna þess að þessir fjármunir liggja núna einhvern veginn inni. Ég væri alveg reiðubúinn að vera fluga á vegg hjá hæstv. utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra þegar þeir ræða sín á milli um það hvernig þeir ætla að skipta þeim fjármunum sem hér er úthlutað. (Gripið fram í: Bjóða þeim í kaffi.) (Gripið fram í: Algjörlega stefnulaus.)