139. löggjafarþing — 49. fundur,  15. des. 2010.

mannvirki.

78. mál
[11:09]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Við erum komin að lokum 2. áfanga í talsverðu löggjafarverki, um skipulags-, mannvirkja- og brunavarnamál. Þeim 1. lauk í september með nýjum skipulagslögum sem taka gildi um áramót og standa vonir til þess að okkur takist nú að gera að lögum frumvarp um mannvirki. Þessu lýkur þá með þeim 3. síðar í vikunni þegar við förum í 3. umr. um frumvarp sem breytir brunavarnalögunum. Þetta hefur tekið átta ár, samvinna verið einkar góð í umhverfisnefnd um þessi mál öllsömul og farsælar lausnir fundist á ýmsum álitamálum. Ég mæli með að þetta frumvarp og breytingartillögur okkar við það verði samþykktar.