139. löggjafarþing — 52. fundur,  17. des. 2010.

málefni fatlaðra.

256. mál
[15:30]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. 139. þings þjóðarinnar verður ekki endilega minnst sakir Icesave eða naumlega samþykktra fjárlaga. Ég vona að þingsins verði einkum og sér í lagi minnst fyrir þau merku tímamót sem hér hafa orðið með flutningi málaflokks fatlaðra heim í hérað. Þetta er einhver glæsilegasti áfangi í langri réttindabaráttusögu fatlaðs fólks og fólks sem býr við þroskahömlun.

Ég segi, frú forseti: Fatlað fólk er loksins komið heim.