139. löggjafarþing — 55. fundur,  18. des. 2010.

skattar og gjöld.

313. mál
[14:00]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég vona að við upplifum ekki aftur að sjá svona í einum bandormi — höggormi — heilmikið af málum sem eru út og suður. Talað er um nýsköpun, flutning aldraðra og fatlaðra og ég veit ekki hvað. Það á að sjálfsögðu að flytja í mismunandi málum svo hægt sé að einbeita sér að því sem menn eru að gera. Vegna þess að það er svona út og suður geta menn að sjálfsögðu ekki greitt atkvæði með því, því að við erum á móti sumu og með öðru.