139. löggjafarþing — 65. fundur,  26. jan. 2011.

tekjuskattur.

275. mál
[16:49]
Horfa

Flm. (Árni Johnsen) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Til að geta hugsað í lausnum verða menn að þekkja aðstæður, ekki vera með einhverjar Pollýönnu-hugmyndir og spádóma í þeim efnum. Það kemur berlega fram hjá hv. þm. Pétri Blöndal að hann lifir í einhverjum rómantískum draumaheimi varðandi sjómenn. Hann er bara ekki raunveruleikinn. Það þýðir ekki að sleppa pusinu, það þýðir ekki að sleppa því sem skiptir máli og það er að menn sitji við sama borð.

Það er verið að tala um dagpeninga hingað og þangað. Þetta er bara ekki þannig mál og ég ætla ekki að blanda mér í þessa gömlu draumaheima hv. þingmanns þar sem hann kemur með tillögur og hugmyndir sem eru því miður óbrúklegar og ekki hægt að gera annað við en spúla þeim út af dekkinu vegna þess að það er engin innstæða fyrir þeim. Það er engin reynsla og það er ekkert verksvit á bak við það og þetta snýst um það.