139. löggjafarþing — 72. fundur,  16. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[00:39]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Finnst virðulegum forseta í lagi að við klárum umræðu um þetta stóra mál um miðja nótt eins og stefnir í? Er ætlast til af þinginu að við klárum þetta svona? Það er náttúrlega enginn bragur á því og ég er undrandi á stjórnvöldum að keyra þetta í gegn því það lítur illa út að hafa klárað málið án þess búið sé að kanna yfirleitt þau mál sem nefndir ætluðu að skoða, hvað þá að gefa þinginu ekki almennilegt svigrúm til að fara yfir það. Ef menn vilja gera þetta svona er þá ekki eðlileg krafa að hæstv. ráðherrar líti við og taki þátt í umræðunni?

Hæstv. fjármálaráðherra hefur reyndar gengið í salinn en hæstv. forsætisráðherra hefur ekkert sést allan seinni hluta dags og reyndar lítinn þátt tekið í málinu yfir höfuð. (Forseti hringir.) Er ekki rétt að hæstv. forsætisráðherra segi a.m.k. skoðun sína á málinu nú á lokasprettinum?