139. löggjafarþing — 73. fundur,  16. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[14:00]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S):

Frú forseti. Með því að forseti Íslands hefur í tvígang neitað að staðfesta lög frá Alþingi og okkur hér á þinginu hefur mistekist undanfarin ár að leiða fram breytingar á stjórnarskránni, sem tryggja almenningi rétt til að fá að eiga síðasta orðið um stór og mikilvæg mál, er komið mikið tómarúm í stjórnskipan okkar sem hefur orðið til mikils tjóns. Öll óvissan sem hefur ríkt um það hvenær væri hægt að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og fyrir hvers konar mál hefur verið skaðleg. Hún hefur verið skaðleg fyrir umræðuna um þetta mál og fyrir þjóðfélagsumræðuna í þessu samhengi.

Að mínu áliti er um að ræða mál sem er allt annars efnis en það sem var áður, en engu að síður vegna þess hvernig málið hefur verið meðhöndlað á fyrri stigum þá finnst mér rök með því að það gangi á endanum til (Forseti hringir.) þjóðarinnar. (Gripið fram í.)

(Forseti (ÁRJ): Þingmaðurinn segir?)

Þingmaðurinn segir já.