139. löggjafarþing — 73. fundur,  16. feb. 2011.

samningar um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda til breska og hollenska ríkisins.

388. mál
[14:53]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Fyrir ári hafnaði ég Icesave 2 í atkvæðagreiðslu hér í þinginu vegna óvissu um skuldaþol þjóðarbúsins og ríkissjóðs. Samkvæmt greiningu ráðgjafarfyrirtækisins GAMMA eru núverandi skuldir ríkissjóðs innan við skuldaþol þó að komið sé að efri mörkum skuldsetningar. Skuldaþolið er hins vegar byggt á áframhaldandi aðhaldssemi í ríkisfjármálum, fjármagnshöftum að einhverju leyti og myndarlegum afgangi á erlendum viðskiptum um ókomna tíð.

Samþykkt samningsins leggur þungar byrðar á þjóðina og velferðarkerfið er í hættu. Það er því þjóðarinnar en ekki þingsins að ákveða örlög samningsins. Ég segi nei.