139. löggjafarþing — 85. fundur,  3. mars 2011.

lengd þingfundar.

[14:17]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Nú er mér nokkur vandi á höndum. Skilningur minn og skilningur þingflokksformanns Samfylkingarinnar, hv. þm. Þórunnar Sveinbjarnardóttur, er ekki alveg sá sami á því hvað við erum að fara að greiða hér atkvæði um.

Ég stóð í þeirri meiningu eftir samtal við forseta þingsins að við værum einmitt að tala um það sem ég lýsti hér áðan, að fara eitthvað fram í kvöldið og það var ekkert minnst á að það væri brýn nauðsyn að klára þessa dagskrá. Nú finnst mér aðeins breyttur tónn. Ég skil vel að menn vilji nýta komandi nefndadaga en ég vek þó athygli á því að t.d. 7. málið á dagskrá, þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið, hefur verið hér á dagskrá nokkrum sinnum áður án þess að það hafi verið tekið til umræðu. Nefndadagar hafa komið og farið án þess að þetta eflaust merka mál hafi komist til umfjöllunar þannig að mér þykir ekki alveg liggja á. Og nú er mér sá vandi á höndum að ég hallast helst að því (Forseti hringir.) að ég þurfi að greiða atkvæði gegn þessari tillögu frú forseta.