139. löggjafarþing — 85. fundur,  3. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[17:49]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég harma að það hafi ekki komið nógu skýrt fram í máli mínu að ég tel í fyrsta lagi að dómar og úrskurðir og í öðru lagi ákvarðanir Hæstaréttar séu í þessum sal nauðsynlega réttir. Hafi menn eitthvað við þá að athuga eða gagnrýna geta þeir gert það en þeir eru nauðsynlega réttir. Þessi er það líka, hann er nauðsynlega réttur.

Þegar kosningin var ógilt varð ljóst að það þing sem þar var kosið mundi ekki koma saman og þau lög sem um það fjalla verða væntanlega numin úr gildi ef flutningsmenn þingsályktunartillögunnar hafa fram vilja sinn. Það sem þingið gerir síðan er að skipa í ráðgjafarnefnd, sem hefur því miður ekki sama umboð og þingið, þá 25 sem enginn hefur fært rök fyrir öðru en að hafi verið réttkjörnir þrátt fyrir þau tæknilegu atriði sem Hæstiréttur fjallaði um.