139. löggjafarþing — 93. fundur,  15. mars 2011.

framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna.

557. mál
[18:09]
Horfa

Frsm. meiri hluta allshn. (Róbert Marshall) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það sem okkur hv. þingmann greinir á um er að það er örlítill blæbrigðamunur á þeirri tillögu sem hv. þingmaður leggur fram og leggur áherslu á í umræðunni og því sem í raun og veru er verið að gera. Hv. þingmaður vill að kærur eða ágreiningsefni fari frá landskjörstjórn til Hæstaréttar en við leggjum til að slíkt fari frá landskjörstjórn til Héraðsdóms eða Hæstaréttar. Það er allur munurinn á þeim miklu yfirlýsingum sem hv. þingmaður hefur í þessum efnum og er til marks um vinnubrögð hv. þingmanns í svo mörgum öðrum málum, því miður.