139. löggjafarþing — 111. fundur,  13. apr. 2011.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

751. mál
[21:55]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Forseti. Ég mæli ekki með því að þingrof verði samþykkt því að það er einfaldlega sett til höfuðs stjórnarskrárbreytingum og almennum lýðræðisumbótum sem og umbótum á kvótakerfinu. Ég legg því til að við lítum á þingrof sem möguleika og í eðlilegra samhengi við þjóðaratkvæðagreiðsluna um stjórnarskrárbreytingar. Mér finnst ekki tímabært að kalla eftir þingrofi í dag.