139. löggjafarþing — 117. fundur,  4. maí 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:40]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það kann að koma einhverjum á óvart og er sjálfri mér kannski ekki til góða en ég er bara ekkert alltaf hlynnt orðinu „samráð“. Þegar fólk er í pólitík er það í pólitík til að hafa áhrif og völd og þá er svona samráðskrull oft ekki af hinu góða ef maður ætlar að koma fram því sem maður vill koma fram. Þá er það sagt, frú forseti og ekkert vesen með það. Vonandi komumst við aldrei hjá því vegna þess að ég held að okkar litla land hefði aldrei gott af því að hér sæti meirihlutastjórn eins flokks. Þess vegna verðum við alltaf með oddvita tveggja stjórnmálaflokka sem þurfa að taka af skarið, en að þeir einir og sér ráði án samráðs (Forseti hringir.) við ráðherra í ríkisstjórnarflokkum mun ekki ganga upp í þessu landi. Það hefur ekki gengið upp og það á ekki að ganga upp.