139. löggjafarþing — 118. fundur,  5. maí 2011.

koma hvítabjarna til landsins.

[10:50]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Hv. þingmaður spyr hvort ég muni sem innanríkisráðherra taka frumkvæði í þessu máli. Frumkvæðið hefur þegar verið tekið. Það gerði hv. þm. Ólína Þorvarðardóttir. Hún beinir þeim ábendingum til ráðuneytis míns og annarra ráðuneyta og þeirra aðila í stjórnsýslunni sem með þessi mál hafa að gera að taka málið upp og ég mun fyrir mitt leyti leggja mitt af mörkum til að svo verði gert.