139. löggjafarþing — 121. fundur,  11. maí 2011.

verndar- og orkunýtingaráætlun.

77. mál
[14:40]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Með þessari afgreiðslu er Alþingi Íslendinga að stíga töluvert skref, vonandi meira en við gerum okkur fyllilega grein fyrir. Kannski verður það til þess að nú linni þeim fjögurra áratuga deilum sem við höfum átt í um virkjanir og umhverfi. Mikil og góð samstaða hefur tekist um þetta frumvarp á þinginu og í trausti þess að sú samstaða haldist og að við virðum það tillit sem þarf að taka til margs konar sjónarmiða í þessu efni segi ég já.